Útgáfutónleikar Tóna og trix í kvöld

tonarogtrix_bogomil01Í kvöld er komið að útgáfutónleikum Tóna og trix sem margir hafa beðið eftir. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir tónleikunum en margir þekktir tónlistarmenn munu stíga á stokk með Tónum og trix í kvöld. Einn af þeim er Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font.

Vísir.is tók tal af Sigtryggi vegna tónleikanna og þegar hann var beðinn um að lýsa samstarfinu þá hafði hann þetta að segja: „Þetta er fyrst og fremst sjarmerandi verkefni sem heillaði mig upp úr skónum“.

„Þarna er hópur tónlistarmanna samankominn sem syngur og spilar af sannri ánægju, og mórallinn er svo skemmtilegur,“ sagði Sigtryggur Baldursson.

Til gamans má nefna að Tónar og trix hófu söfnun fyrir hljómdisk í gegnum  Karolinafund og er takmarkinu nú þegar náð. Þegar þetta er skrifað hafa hafa safnast um 6.182 evrur sem er 103% af því sem stefnt var að.