Hafnardagar í næstu viku: Hjálpumst að

hafnardagar01Hafnardagar eru rétt handan við hornið. Útvarp Hafnardagar byrjar á mánudaginn ásamt listasmiðju og svo er fjöldinn allur af viðburðum út vikuna. Upplýsingar um dagskrá má finna á vefnum www.hafnardagar.is.

Nú er spurning hvort við, íbúar í Þorlákshöfn, þurfum ekki að hjálpa undirbúningsnefnd Hafnardaga að auglýsa viðburðinn. Í því samhengi er tilvalið að deila dagskránni á samfélagsmiðlum. Svo er spurning hvort hver og ein fjölskylda eigi ekki að hafa það sem markmiði að draga einn utanaðkomandi einstakling eða fjölskyldu á hátíðina. Það þurfa ekki að vera brottfluttir Þorlákshafnarbúar heldur bara einhverjir vinir sem myndu hafa ánægju af því að heimsækja okkur.

Þetta er tilvalin leið til að kynna Þorlákshöfn og vonandi hrífast einhverjir gestanna af bænum okkar. Jafnvel hrífast einhverjir svo mikið að þeir flytji til okkar 🙂