Öldungaráð stofnað í Ölfusi

NíanÍ gær samþykkti bæjarstjórn Ölfuss samþykktir fyrir öldungaráð sveitarfélagsins en eldri borgarar hafa lagt áherslu á að slíkt ráð verði stofnað. Með stofnun ráðsins munu eldri borgarar hafa formlegan viðræðuvettvang við stjórnvöld um hagsmunamál sín.

Á fundinum var einnig upplýst hvaða einstaklingar munu sitja í fyrsta öldungaráði Ölfuss en þeir eru:

Aðalmenn
Guðmundur Oddgeirsson, formaður, tilnefndur af sveitarfélaginu
Ásberg Lárentzínusson, tilnefndur af Félagi eldri borgara í Ölfusi
Anna Lúthersdóttir, tilnefnd af Höfn hollvinasamtökunum

Varamenn:
Guðni Pétursson, tilnefndur af sveitarfélaginu
Guðfinna Karlsdóttir, tilnefnd af Félagi eldri borgara í Ölfusi
Davíð Ó. Davíðsson, tilnefndur af Höfn hollvinasamtökunum