Heimsmeistari úr Þorlákshöfn

Mynd: Eiðfaxi - Óðinn Örn
Mynd: Eiðfaxi – Óðinn Örn

Í gær á kynbótasýningu á Kjóavöllum hlaut hryssan Sending frá Þorlákshöfn 8,70 fyrir hæfileika. Þórarinn Óskarsson úr Þorlákshöfn ræktaði hryssuna og á hann hana ásamt Helgu Unu Björnsdóttur. Samkvæmt frétt á vef Eiðfaxa þá hlaut Sending „meðal annars einkunnina 10 fyrir tölt, þá hlaut hún 9,5 fyrir brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið.“

Sending fékk hæstu einkunn sem klárhross hefur nokkurn tíman fengið í kynbótadómi og er hryssan því hæst dæmda klárkross í heimi.