Örfáir miðar eftir á útgáfutónleikana á sunnudaginn – myndband

tonarogtrix-62Ennþá er hægt að tryggja sér miða á útgáfutónleika Tóna og trix sem haldnir verða í Þorlákskirkju sunnudaginn 31. maí. Örfáir miðar eru eftir á tónleikana en hægt er að kaupa miða í forsölu inn á Karolinafund.com eða í dag á bókasafninu í Þorlákshöfn.

Þeir sem ætla sér frekar á útgáfutónleikana í Gamla bíó 2. júní þá er enn nóg eftir af miðum á þá tónleika.

Í meðfylgjandi myndbandi hvetja meðlimir Tóna og trix alla til þess að tryggja sér miða á tónleikana.

Í þessu videoi getur þú fundið fyrir stemningunni sem er hjá Tónum og Trix þessa stundina! Við hlökkum svo til að eiga þessa stóru stund með ykkur sem flestum Minnum á söfnunina: https://www.karolinafund.com/project/view/843

Posted by Tónar og Trix on Wednesday, 27 May 2015