Digiqole ad

Svítudraumur félagsmiðstöðvarinnar heppnaðist vel

 Svítudraumur félagsmiðstöðvarinnar heppnaðist vel

Helgi, Arna, Sigurður, Brynjar, Bergrún ásamt Gunnsteini.

Helgi, Arna, Sigurður, Brynjar, Bergrún ásamt Gunnsteini.
Helgi, Arna, Sigurður, Brynjar og Bergrún ásamt Gunnsteini.

Í seinustu viku var Svítu-draumur haldinn í Svítunni en það er árlegur viðburður í félagsmiðstöðinni. Allur undirbúningur og skipulag Svítu-draumsins var í höndum unglingaráðs en viðburðurinn er í anda Amazing Race og Ameríska draumsins. Góð þátttaka var í ratleiknum í ár og mikil ánægja og gríðarlegt keppnisskap var í unga fólkinu.

Eitt af verkefnum ratleiksins var að taka frumlega og skemmtilega hópmynd af liðinu og eitt liðið brá á það ráð að taka hópmynd með bæjarstjóranum. Gunnsteinn tók að sjálfsögðu vel í þetta og úr varð þessi frábæra mynd sem fylgir fréttinni.

Í vetur hefur verið þétt dagskrá í Svítunni og á morgun, föstudaginn 29. maí, fer félagsmiðstöðin í árlega lokaferð sína. En í ár er stefnan tekin til Reykjavíkur í Smáralindina og í laser-tag.