Svítudraumur félagsmiðstöðvarinnar heppnaðist vel

Helgi, Arna, Sigurður, Brynjar, Bergrún ásamt Gunnsteini.
Helgi, Arna, Sigurður, Brynjar og Bergrún ásamt Gunnsteini.

Í seinustu viku var Svítu-draumur haldinn í Svítunni en það er árlegur viðburður í félagsmiðstöðinni. Allur undirbúningur og skipulag Svítu-draumsins var í höndum unglingaráðs en viðburðurinn er í anda Amazing Race og Ameríska draumsins. Góð þátttaka var í ratleiknum í ár og mikil ánægja og gríðarlegt keppnisskap var í unga fólkinu.

Eitt af verkefnum ratleiksins var að taka frumlega og skemmtilega hópmynd af liðinu og eitt liðið brá á það ráð að taka hópmynd með bæjarstjóranum. Gunnsteinn tók að sjálfsögðu vel í þetta og úr varð þessi frábæra mynd sem fylgir fréttinni.

Í vetur hefur verið þétt dagskrá í Svítunni og á morgun, föstudaginn 29. maí, fer félagsmiðstöðin í árlega lokaferð sína. En í ár er stefnan tekin til Reykjavíkur í Smáralindina og í laser-tag.