Sveitarfélagið óskaði fyrr á þessu ári eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í að móta framtíðarstefnu fyrir sveitarfélagið. Nú er þessi vinna byrjuð með þeim einstaklingum sem buðu sig fram. En í gær hittust fyrstu hóparnir með starfsmönnum Hvíta hússins sem er auglýsingastofa sem vinnur verkefnið með sveitarfélaginu.
Þessir fyrstu fundir eru nokkurskonar hugarflugsfundir þar sem rætt er um kosti og galla sveitarfélagsins og Þorlákshafnar. Hvíta húsið mun svo notast við þessar upplýsingar í vinnu sinni.