Ragnar og Baldur á EuroBasket í Berlín

raggi_nat-1Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson úr Þór verður í leikmannahóp íslenska landsliðsins sem spilar á EuroBasket í Berlín í september.

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Þýskalands en sami hópur mun síðan halda á morgun til Póllands á æfingamót fyrir EuroBasket.

BaldurRagnarsRagnar er ekki eini Þórsarinn sem heldur á til Þýskalands en Baldur Þór Ragnarsson verður styrktarþjálfari íslenska liðsins. Það er því virkilega ánægjulegt að Þór frá Þorlákshöfn verði með tvo fulltrúa á EuroBasket en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemst á lokamót EuroBasket.

Hér að neðan má sjá leikmenn íslenska liðsins:

 • Jón Arnór Stefánsson – án samnings
 • Hörður Axel Vilhjálmsson – Trikalla, Grikkland
 • Jakob Örn Sigurðarson – Boras, Svíþjóð
 • Pavel Ermolinskij – KR
 • Ragnar Nathanaelsson – Þór Þorlákshöfn
 • Martin Hermannsson – LIU University, USA
 • Axel Kárason – Svendborg Rabbits, Danmörk
 • Helgi Magnússon – KR
 • Ægir Þór Steinarsson – án samnings
 • Logi Gunnarsson – Njarðvík
 • Haukur Helgi Pálsson – án samnings
 • Hlynur Bæringsson – Sundsvall Dragons, Svíþjóð