Fjársjóðsleit notuð til að lokka að ferðamenn

Fjársjóðsleit4
Mynd af vefnum Geocaching.com

Systkinin Gísli og Júlíana Ármannsbörn útbjuggu fyrir nokkru fjársjóðsleit í gegnum vefinn Geocaching.com. Þeirra fjársjóðsleit er við Þorlákshöfn og hafa um 150 ferðamenn tekið þátt í honum.

Fyrir þá sem kannast ekki við vefinn þá er Geocaching alþjóðlegur útivistarleikur þar sem notast er við GPS hnit.  Einstaklingar út um allan heim hafa tekið þátt í að útbúa fjöldann allan af leikjum þar sem finna á vatnsheld box með fjársjóði og skráningarbók. Á Íslandi er búið að útbúa 593 fjársjóðsleiki í gegnum vefinn og yfir 10 í Ölfusi.

Þessir fjársjóðsleikir eru nokkuð vinsælir og virðast ferðamenn vera ánægðir með fjársjóðsleitina sem Gísli og Júlíana útbjuggu ef marka má umsagnir á vefnum. Í einni umsögninni er Gísla og Júlíönu þakkað fyrir að hafa útbúið þennan leik því án hans hefðu þau ekki heimsótt þennan stað [innsk. Þorlákshöfn].

Eins og komið hefur fram þá hafa um 150 ferðamenn skráð sig inn í þessa fjársjóðsleit og því spurning hvort íbúar í Ölfusi ættu að útbúa fleiri slíka leiki til að fá ferðamenn á svæðið.

Brot af umsögnunum má finna hér að neðan.

1. Thank you very much for the cache and many greetings from Augsburg, Germany

2. My second day in Iceland and I already love it with the beautiful landscape andcaches at wonderful places. A amazing day with a few nice caches along my route and this was one of them. I found the cache easily after a nice walk in the strong wind today.

3. Thanks a lot for hiding and greetings from Germany,

4. Interesting place and a nice walk to it.

5. We spent our last night in Iceland geocaching as we had an early morning flight and didn´t want to book a room for just a couple of hours. This was one of the caches we found during our last hours in amazing Iceland. We really liked this location and it was quite exciting to find this cache with the geokids just before midnight as it already got a bit darker and the light at the lighthouse was on. Just a pity that we didn´t see any horses around… 😉 Thanks for the cache! Takk fyrir!

6. Thanks for showing all of this wonderful places we wouldn’t have visited without geocaching greetings from austria.

7. Together with Lemarchand i made a roundtrip in Iceland. We loved the views and the caches we found. Sometimes we had to walk a trail up to the mountaintop, or look in a gap to find the cache. Thanks 4 showing these nice places.