Reykjavíkurmaraþonið fór fram um liðna helgi en eins og við sögðum frá þá voru margir sem tóku þátt í nafni Þorvarðs Ragnars Þórarins Sigrúnarsonar, eða Varða.
Fjölmörg áheit bárust á keppendurna sem tóku þátt í nafni Varða og fór það svo að þeir söfnuðu 941.000 kr. til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Einnig er vert að nefna að Þollóskutlurnar sem hlupu maraþon í boðhlaupi söfnuðu 158.000 kr. til styrktarfélagsins í nafni Varða.