Margir hlaupa fyrir Varða

vardi01Hið árlega Reykjavíkurmaraþon fer fram þann 22. ágúst næstkomandi. Þar geta keppendur safnað áheitum fyrir góð málefni.

Þorvarður Ragnar Þórarins Sigrúnarson, eða Varði eins og hann er gjarnan kallaður, greindist með krabbamein í júní síðastliðnum. Þegar þetta er skrifað eru 12 hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupa fyrir Varða og hafa safnað samtals 270.000 kr. fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Þetta er stórt og mikið verkefni sem Varði og Sigrún Berglind móðir hans glíma nú við en Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna er þeirra aðal bakhjarl.

Við á Hafnarfréttum hvetjum alla til að heita á einhverja af þeim sem hlaupa fyrir Varða. Hér er hægt að sjá hlauparana.