Þorlákshöfn úr lofti – myndband

Við hjá Hafnarfréttum rákumst á þetta skemmtilega myndband sem sýnir Þorlákshöfn úr lofti.

Það var Baldvin Hrafnsson sem tók upp myndbandið núna í sumar. Við upptökuna notast hann við svokallaðan dróna, sem er fjarstýrð þyrla með áfastri myndavél.

Þetta er annað sjónarhorn en flestir þekkja af bænum og því mjög gaman að sjá húsin og göturnar í Þorlákshöfn í þessu ljósi.