Á fundi skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss á dögunum var samþykkt að kynna fyrir íbúum bæjarfélagsins þá hugmynd um að lækka hámarkshraða í kringum skólana tvo í Þorlákshöfn niður í 30 km. á klukkustund.
Það voru íbúar sveitarfélagsins sem óskuðu eftir þessari breytingu. Miðað er við að hámarkshraðinn verði 30 km. á gatnamótum Hafnarbergs og Knarrarbergs og fram fyrir íþróttahúsið. Einnig á gatnamótum Skálholtsbrautar og Egilsbrautar og að Hafnarbergi.
Óskin tekur til þess tíma sem skólarnir eru í gangi yfir veturinn.