Verður Ölfus á Snapchat í dag?

snapchat01Ísland er í beinni á Snapchat í dag en þá geta notendur appsins á Íslandi sent inn myndskeið í sérstakan Íslands-story flokk sem allur heimurinn getur síðan fylgst með.

Snapchat notendur í Ölfusi ættu því að vera duglegir að taka myndskeið í dag og setja í Íslands-story. Eins og gefur að skilja þá verður ekki auðvelt að komast að, þar sem um helmingur landsmanna notar Snapchat.

Það er því tilvalið að láta á þetta reyna og taka skemmtileg og falleg myndskeið í sveitarfélaginu. Í dag eru um 100 milljónir Snapchat-notendur um allan heim og því gæti heimsfrægð verið möguleiki fyrir þá sem komast að.