Sveitarfélagið Ölfus er reiðubúið til að taka á móti flóttamönnum en það var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs Ölfuss í dag.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir sveitarfélagið reiðubúið að taka á móti flóttamönnum og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Talsverð reynsla er til staðar í sveitarfélaginu við að aðlaga fólk af erlendu bergi samfélaginu þ.e.a.s. fólki sem kom í þeim tilgangi að vinna tímabundið en sest hefur að í sveitarfélaginu.
– Segir í tillögu bæjarráðs.
Ölfus telur sig geta boðið sveitarfélagið sem griðarstað fyrir fólk sem er í þeirri ömurlegu stöðu að þurfa að flýja heimaland sitt.
Sveitarfélagið Ölfuss mun óska eftir viðræðum við ríkið um hlutverk og aðkomu sveitarfélagsins að móttöku flóttafólks.