Frábær kvöldstund með Jónasi Sig og Héðni Unnsteinssyni

hamingjan01Í gærkvöldi komu Jónas Sigurðsson og Héðinn Unnsteinsson til Þorlákshafnar með Hamingjuna og Úlfinn. Jónas ræddi um og lék tónlist eftir sig og Héðinn gerði Lífsorðunum 14 skil og fjallaði um lífsreynslu sína og hamskipti á ógleymanlegan hátt.

Þetta kvöld í Ráðhúsinu var frábær skemmtun sem snerti líka tilfinningar.

Þeir sem misstu af Hamingjunni og Úlfinum í gærkvöldi geta pantað miða á næstu sýningu sem fram fer í Salnum í Kópavogi 17. september. Eftir okkar bestu vitund þá fer þó hver að verða síðastur í að næla sér í miða þar.