Tveir úr höfninni í kvikmyndinni Webcam

juli_jana02Þann 15. júlí nk. verður íslenska kvikmyndin Webcam frumsýnd í kvikmyndahúsum út um allt land en tveir Þorlákshafnarbúar leika í myndinni. Þeir eru Júlí Heiðar Halldórsson og Jana Ármannsdóttir. Júlí Heiðar leikur gítarleikarann Breka en það er eitt af aðalhlutverkunum og Jana leikur eitt af aukahlutverkunum í myndinni.

„Myndin fjallar um framhaldsskólastelpuna Rósalind sem eyðir mestum sínum tíma í að djamma, flakka milli stráka og hanga með bestu vinkonu sinni Agú. Allt þetta breytist þó eftir að hún kynnist strák með gægjuhneigð en þau kynni verða smám saman til þess að Rósalind finnur köllun sína í að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél í beinni útsendingu á netinu“ segir á vefnum www.kvikmyndir.is.

Athyglisvert er að myndin var tekin upp á 16 dögum og var hún alveg sjálfstæð í framleiðslu en hún fékk enga styrki, hvorki opinbera né frá fyrirtækjum.

[kml_flashembed publishmethod=“static“ fversion=“8.0.0″ movie=“http://www.drivehq.com/file/df.aspx/shareID4355734/fileID199971303/300×250.swf“ width=“300″ height=“2520″ targetclass=“flashmovie“] [/kml_flashembed]