Áhugaverðir viðkomustaðir í Ölfusi

hafnarnesviti-1Í gær opnaði Ferðamálastofa nýjan vef þar sem hægt er að sjá áhugaverða staði hér á landi. Eins og allir vita þá býður Ölfusið upp á marga áhugaverða staði og eru þeir merktir inn á kort, en það er aðgengilegt hér.

Á þessum vef eru áhugaverðir staðir metnir af heimafólki með tilliti til mögulegs aðdráttarafls fyrir ferðafólk. Sem dæmi um sérlega áhugaverða staði í Ölfusi má nefna gönguleið frá Hafnarnesi að Selvogsvita, Selvogur, Strandarkirkja, Herdísarvík, Hellisheiðarvirkjun og Karlsminni. Margir aðrir staðir eru nefndir á vefnum en  hægt er að smella á hvern og einn stað til að fá frekari upplýsingar og myndir.