Ölfusingar í fyrstu tveimur sætunum

torfaera01
Snorri Þór Árnason hefur nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Tveir Ölfusingar lentu í fyrsta og öðru sæti Blönduóstorfærunnar sem haldin var á sunnudaginn.

Snorri Þór Árnason hafnaði í fyrsta sæti og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í sérútbúna flokknum, þrátt fyrir að tvær umferðir séu eftir af mótinu. Í öðru sæti á Blönduósi var Haukur Einarsson en hann er búsettur í Þorlákshöfn.

gislig01
Gísli G. Jónsson í Jósepsdal árið 1994.

Greinilegt að torfæruáhuginn lifir enn góðu lífi í Ölfusi en eins og allir muna eftir var Gísli G. á Kókómjólkurbílnum númer eitt í mörg ár. Einnig er Halli P. úr Ölfusinu en hann var eins og Gísli G. margfaldur Íslandsmeistari í torfæru á sínum tíma.

Myndband frá Blönduóstorfærunni um helgina má sjá hér að neðan.

Lokastaða sérútbúna bíla á Blönduósi
1. Snorri Þór Árnason, Kórdrengurinn, 1.900 stig
2. Haukur Einarsson, Taz, 1.635 stig
3. Guðlaugur Sindri Helgason, Galdra-Gulur, 1.599 stig
4. Gestur Ingólfsson, Draumurinn, 1.502 stig
5. Svanur Örn Tómasson, Insane, 1.416 stig
6. Guðni Grímsson, Kubbur, 1.378 stig
7. Elmar Jón Guðmundsson, Heimasætan, 1.100 stig
8. Sigurjón Þór Þrastarson, Crash-Hard, 1.062 stig
9. Ingólfur Guðvarðarson, Guttinn Reborn, 970 stig
10. Alexander Már Steinarsson, All-In, 959 stig
11. Þór Þormar Pálsson, Spiderman, 110 stig