Stórsigur Ægis gegn Njarðvík

williamdaniels01
William Daniels, til hægri, var hetja Ægismanna í kvöld.

Knattspyrnulið Ægis gerði mjög góða ferð til Njarðvíkur í kvöld þegar liðið lagði heimamenn að velli 3-0.

William Daniels, sem hefur glímt við meiðsli mestan part tímabilsins, var hetja Ægismanna í kvöld. Daniels skoraði öll þrjú mörk Ægis, það fyrsta eftir rúmlega 20 mínútna leik og bætti síðan við öðru undir lok fyrri hálfleiks. Hann fullkomnaði síðan þrennu sína á lokamínútu leiksins og lokastaða leiksins eins og fyrr segir 3-0.

Mjög mikilvægur sigur Ægis í kvöld en eftir þennan leik situr Ægir í 7.-9. sæti 2. deildar. Eftir rúma viku heimsækja Ægismenn lið Hugins sem er í mikilli toppbaráttu.