10. bekkur í fjármálafræðslu

fjarmalavitNýlega fengu nemendur í 10. bekk í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fjármála-fræðslu sem kallast Fjármálavit.

Samkvæmt facebooksíðu Fjármálavits þá tóku hressir nemendur í grunnskólanum á móti Fjármálaviti og það var tvennt sem stóð upp úr eftir daginn „í fyrsta lagi að eyða ekki um efni fram og í annan stað er best að fresta því að taka lán eins lengi og hægt er.“

„Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla og er tilgangurinn að veita innblástur í kennslu um fjármál.“

„Námsefnið er byggt upp sem sjálfstæðar kennslustundir með umræðum og verkefnum, en til stuðnings eru einnig nokkur stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið.“ Myndbönd og frekari upplýsingar um verkefnið má finna inn á www.fjarmalavit.is.

Myndirnar sem eru með þessari frétt voru fengnar á facebooksíðu Fjármálavits.