Fundur hjá Félagi eldri borgara í Ölfusi

nian-1Fimmtudaginn 19. nóvember nk. kl. 14:00 verður fundur haldinn í Félagi eldri borgara í Ölfusi og verður fundurinn haldinn á Níunni.

Bæði formaður og varaformaður Landssambands eldri borgara (L.E.B.) þau Haukur Ingibergsson og Sigríður J. Guðmundsdóttir munu mæta á fundinn og skýra okkur frá því sem er að gerast í málefnum eldri borgara í dag.

Hvetur stjórnin alla eldri borgara til að mæta á fundinn.