Unglingaflokkur með góðan sigur

halldor_gardar01Í kvöld komu Hattarmenn frá Egilsstöðum í heimsókn til Þorlákshafnar og tóku á móti sameiginlegu liði Þórs Þorlákshafnar og Reyni Sandgerðis.

Heimamenn tóku þægilegt forskot í fyrsta leikhluta og byggðu á það í seinni. Staðan í hálfleik var 50-35 Þór/Reyni í vil. Eftir þetta opnaðist varnarleikur gestanna mikið og tóku Þórsarar stóra forystu sem þeir héldu út allan leikinn. Lokatölur 103-79 fyrir heimamönnum.

Atkvæðamestur í Þórs liðinu í dag var Halldór Garðar en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 44 stig. Liðin munu leika aftur á morgun klukkan 14:30 í Icelandic Glacial Höllinni. Hvetjum fólk til að mæta og styðja strákana.

Axel Örn Sæmundsson