Byggðakvóti eykst í Þorlákshöfn

frodi01Byggðakvóti á Suðurlandi eykst um nærri 150 þorskígildistonn á milli fiskveiðiára. „Aukningin er einkum í Ölfusi, 152 tonn ganga til Þorlákshafnar þar sem enginn byggðakvóti var síðasta ár“ en þetta kemur fram á vefnum ruv.is.

Í frétt ruv.is kemur fram að samdráttur í botnfiskvinnslu og aflaheimildum sé ástæðan fyrir þessari aukningu milli fiskveiði ára.

Bæjarstjórn Ölfuss tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og samþykkti með fjórum atkvæðum hvernig byggðakvótanum yrði skipt.

„Úthlutuðum byggðakvóta alls 152 þorskígildistonn verði þannig úthlutað að 35% verði skipt jafnt á milli allra skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016 skráð voru í Þorlákshöfn 1. júlí 2015 og hafa almennt veiðileyfi.
Hinn hlutinn 65% skiptist á skip á grundvelli alls landaðs afla sem telur til aflamarks á fiskveiðiárinu 2014/2015“

Fulltrúi D-listans var á móti og „sagði að það væri stefna D-listans að úthlutun byggðakvóta verði í heild sinni skipt jafnt á milli allra skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016 sem skráð voru í Þorlákshöfn 1. júní 2015 og hafa almenn veiðileyfi.“