Skuldir í Ölfusi 933.000 kr. á íbúa

Skuldir á íbúaHeildarskuldir A-hluta sveitasjóðs á íbúa vorum um 933.000 kr. í Sveitarfélaginu Ölfus árið 2014. Þetta kemur fram í skýrslu sem Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út í dag og ber heitið „Notaðu lykiltölur við stjórnun – Þekktu sveitarfélagið þitt“.

Til samanburðar þá voru skuldir A-hluta hjá Hveragerðisbæ um 1.060.000 kr. og hjá Sveitarfélaginu Árborg um 1.108.000 kr.

Ef skuldir bæði A og B hluta eru skoðaðar þá eru skuldir á íbúa um 1.076.000 kr. í Ölfusi, 1.033.000 kr. í Hveragerðisbæ og 1.246.000 kr. í Árborg.

„Skuldastöðu verður að skoða í samhengi við ýmislegt annað svo sem ástand og endurnýjunarþörf mannvirkja. Sveitarfélag getur verið lítið skuldsett en staðið frammi fyrir mikilli fjárfestingarþörf á allra næstu árum. Á hinn bóginn getur skuldsett sveitarfélag verið búið að fjárfesta í öllum megin mannvirkjum og getur því einbeitt sér að því að greiða niður skuldir. Sveitarfélag getur átt í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum ef afkoman er erfið.“ Þetta kemur fram í skýrslu sambandsins.

Þeir sem vilja kynna sér þessar upplýsingar frekar þá er hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.