Garðeigendur bera ábyrgð á sínum gróðri

grodur_web-1Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Sveitarfélagið Ölfus hvetur garðeigendur til að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu.

Einnig þarf að hugsa fyrir aðgengi vegna snjóhreinsunar, en gera þarf ráð fyrir 2,8 metra hæð undir trjágreinar á gangstígum til að snjóruðningstæki komist undir á þeim dögum sem trjágreinar slúta undan snjóþunga.

Trjágróður út fyrir lóðarmörk

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.

Þessi atriði þurfa að vera  í lagi:     

  • Umferðarmerki verða að vera sýnileg.
  • Gróður má ekki byrgja götulýsingu.
  • Gangandi og hjólandi þurfa að eiga greiða leið um gangstíga.
  • Þar sem snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar.

Garðeigendur eru minntir á að byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 7.2.2  setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka. Þar segir „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.“ Sjá Byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri í síma 899-0011 eða  á netfangið david@olfus.is

Umhverfisstjóri Ölfuss