Bændaglíman á laugardaginn

golfBændaglíma Golfklúbbs Þorlákshafnar fer fram næstkomandi laugardag þann 10. október. Spilaðar verða 18 holur og verður leikið Texas Scramble holukeppni án forgjafar.

Raðað verður í hvern leik og keppendum skippt í tvö lið, bláa liðið og rauða liðið. Bóndi bláa liðsins verður Svanur Jónsson og bóndi rauða liðsins verður Óskar Logi Sigurðsson.

Öllum er velkomið að taka þátt, bæði byrjendur sem og lengra komnir. Eins og undanfarin ár verða ýmsar skemmtilegar þrautir lagðar fyrir kylfinga á vellinum.

Keppendur skrá sig á golf.is eða senda email á golfthor@simnet.is. Mótsgjald er 2.500 kr. Innifalið eru léttar veitingar í mótslok. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og er mæting kl 9:30.