Þorsteinn Guðmundsson á Herrakvöldi Þórs

thorsteinn_herrakvoldNú hefur grínistinn Þorsteinn Guðmundsson bæst inn í glæsilega dagskrá Herrakvöldsins sem körfuknattleiksdeild Þórs heldur núna á laugardaginn, 10. október.

Þorsteinn Guðmundsson verður með uppistand á Herrakvöldinu en eins og flestir vita hefur Þorsteinn verið einn vinsælasti grínisti landsins um árabil.

Hér að neðan má sjá hvernig dagskrá Herrakvöldsins lítur út og er alveg klárt mál að þeir karlmenn sem mæta eiga eftir að skemmta sér konunglega þetta kvöld.

  • Fordrykkur
  • Veglegur matur og veigar með. Matseðillinn samanstendur af fisk- og kjötréttum og meðlæti.
  • Pub Quiz – Vegleg verðlaun fyrir sigurvegara
  • Þorsteinn Guðmundsson – uppistand
  • Happadrætti
  • Ræðumaður
  • Uppboð á flottum pökkum

Þeir sem hafa nú þegar tekið ákvörðum um að mæta eru hvattir til að panta sér miða fyrir 12 á morgun, fimmtudag. Þeir sem gleyma að panta sér miða eða ákveða að mæta á síðustu stundu þurfa ekkert að óttast því allir karlmenn eru velkomnir á Herrakvöldið.

Hægt er að panta miða á thorkarfa@gmail.com og í skilaboðum á facebook-síðu Þórs. Einnig er hægt að panta miða á heimasíðu Þórs með því að smella hér. Miðar greiðist við hurð á Herrakvöldinu og kostar miðinn 3.900 kr. Húsið opnar kl. 19:30.