Af tilefni Safnahelgar á Suðurlandi verður opið á sýningu Myndlistarfélags Árnessýslu á bókasafninu í Þorlákshöfn, laugardaginn 31. október kl. 13:00-15:00.
Sýningin er að miklu leyti í Gallerí undir stiganum, en rekur sig áfram inn safnið og eru nokkrar myndir á barnadeildinni. Þarna eiga myndir þau Elsa Þorbjörg Árnadóttir, Ragnhildur G. Ragnarsdóttir, Sæunn Freydís Grímsdóttir, H. Dóra Sigurðardóttir, Magnea Jónasdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Ásta Þórey Ragnarsdóttir, Sólrún Björk Ben, Bjarni H. Joensen og Helga Aminoff, en sú síðastnefnda er með þrjár myndir á sýningunni sem óskað er eftir tilboðum í. Söluandvirðið mynda Helgu rennur til fjölskyldu Guðsteins sem lést fyrr á árinu af slysförum í Meðallandi.
Meðfylgjandi mynd er af Ragnhildi G. Ragnarsdóttur hjá myndverki sínu „Þorlákshöfn“. Myndin er til sölu og Þorlákshafnarbúar hvattir til að skoða kaup á þessu fallega verki.
Boðið verður upp á kaffi og kruðirí á laugardagsopnuninni af tilefni Safnahelgar.