Þorsteinn í Sportþættinum: „Ég er rólega týpan af bræðrunum“

thorsteinn-1_featuredÞorsteinn Már Ragnarsson var í viðtali í Sportþættinum á Suðurland FM í gærkvöldi.

Gestur frá Hæli ræddi þar við Þorstein um komandi leik gegn Fsu í Domino’s deildinni á fimmtudaginn og einnig almennt um Þórs-liðið.

„Ég sleppi alveg að rífast við bræður mína, ég hlusta bara á þá því þeir verða svo æstir og ég er rólega týpan af bræðrunum,“ sagði Þorsteinn í viðtalinu þegar Gestur spurði hann út í það hvernig það væri að hafa eldri bræður sem aðstoðarþjálfara og sjúkraþjálfara liðsins.

Hægt er að hlusta á þetta skemmtilega viðtal í spilaranum hér að neðan.