Norðurvararbryggjan sem brátt kveður

nordurvararbryggja01Hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn ganga framar vonum eins og greint var frá um helgina og stefnir allt í að kostnaðurinn verði vel undir áætlun. Talið er að það eina sem mun þurfa að sprengja í framkvæmdunum er gamla Norðurvararbryggjan.

Hafnarfréttir rákust á þessa skemmtilegu mynd af umræddri Norðurvararbryggju í hópnum Þorlákshöfn gamlar myndir á Facebook. Sigurður Helgason tók myndina stuttu eftir að bryggjan var tekin í notkun í kringum 1970.

Eins og myndin sýnir var bryggjan smekkleg á þessum tíma og margir bátar sem þarna lönduðu. Undanfarin ár hefur hún ekkert verið notuð og var helmingur hennar rifinn fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan.