Hraðahindranir settar upp í kringum skólana

hradahindrun01Eins og Hafnarfréttir greindu frá fyrir tveimur mánuðum þá var samþykkt á fundi skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss að lækka hámarkshraða í kringum skólana niður í 30 km. á klukkustund yfir vetrartímann.

Nú eru framkvæmdir hafnar við að setja upp hraðahindranir sem eiga að takmarka umferðahraða í nágrenni skólanna og íþróttamiðstöðvarinnar.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Sigga á gröfunni að störfum við uppsetningu hindrananna í gær.