davidarnar-1Unglingaflokkur Þórs/Reynis Sandgerði spilaði seinni leik sinn í dag við Hött frá Egilsstöðum. Fyrri leikurinn endaði 103-79 Þór í vil og var sama uppá teningum í dag.

Hattarmenn sáu aldrei til sólar í þessum leik og varð leikurinn aldrei spennandi en heimamenn komust snemma í góða forystu og héldu henni út allan leikinn. Staðan var 58-23 í hálfleik.

Hamfarir gestanna héldu áfram og gengu Þórsarar á lagið og bættu við forskot sitt. Lokatölur voru 99-44 og staðreyndin því 55 stiga sigur heimamanna.

Líkt og í síðasta leik var Halldór Garðar stigahæstur með 35 stig næstir á eftir voru Davíð Arnar 15, Magnús Breki 14, Jón Jökull 8 og Benjamín Þorri 6.

Þór/Reynir sitja á toppi B-riðils með 5 sigra í 5 leikjum. Næsti leikur er svo 21. nóvember á móti Keflavík á útivelli. Óskum við strákunum góðs gengis.

Axel Örn Sæmundsson