Þorlákshafnarbúar taka þátt í söngkeppni NFSu

songkeppni2015
Mynd: NFSu / Studiostund.is

Arna Dögg Sturludóttir og Bergrún Gestsdóttir verða fulltrúar Þorlákshafnar í Söngkeppni NFSu sem fer fram í kvöld í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Munu þær flytja lagið Jar of heart með Christina Perri en ásamt þeim mun hún Birta Rós Hlíðdal frá Hvolsvelli syngja með þeim.

Söngkeppni NFSu er stærsti viðburður nemendafélagsins og hefur keppnin sjaldan verið jafn stjór og hún er í ár en það komust alls 13 atriði í gegnum áheyrnarprufurnar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu keppninnar.