Í dag héldu Tónar og Trix sína árlegu jólastund og í ár fengu þau til liðs við sig stórsöngkonuna Kristjönu Stefáns, Svavar Knút og píanóleikarann Tómas Jónsson.
Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur í hléi og myndaðist kærleiksrík jólastund eins og sjá má á myndunum hér að neðan.