Þórsarar gerðu góða ferð í Stykkishólm í kvöld þegar þeir unnu Snæfell nokkuð örugglega í Domino’s deildinni 82-100.
Þorlákshafnardrengirnir spiluðu vel í leiknum og höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda.
Gaman var að sjá að Grétar Ingi spilaði í dag og átti frábæran leik þær 16 mínútur sem hann spilaði. Hann var næst stigahæstur í liði Þórs með 17 stig en samkvæmt Hirti, sjúkraþjálfara liðsins, er Grétar allur að koma til en hann fór í aðgerð fyrir 2 mánuðum síðan þar sem bein var fjarlægt úr öðrum fæti.
Stigahæstur hjá Þórsurum í kvöld var Vance Hall með 37 stig en vörn Snæfells réð ekkert við kappan. Næstur kom Grétar eins og fyrr segir með 17, Raggi Nat setti 14 stig og Emil 13. Ragnar Örn skoraði 9 stig, Þorsteinn 5, Halldór 3 og Magnús Breki setti 2 stig.
Kærkominn sigur á 25 ára afmælisdegi Körfuknattleiksdeildar Þórs og liðið fer með sigur á bakinu inn í jólafríið.