Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Skinneyjar-Þingness hf. og Auðbjargar ehf.

höfninSamkeppniseftirlitið hefur tekið samruna Skinneyjar-Þinganess hf. og Auðbjargar ehf. til skoðunar og telur ekki ástæður til að aðhafast frekar. Rannsókn eftirlitsins leiddi engar vísbendingar í ljós um að samruninn væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum voru ekki forsendur til íhlutunar í málinu.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti ákvörðun sína þann 4.desember sl. en ákvörðunarorð eftirlitsins í málinu voru eftirfarandi:

„Kaup Skinneyjar-Þinganess hf. á öllu hlutafé Auðbjargar ehf. fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna þessa máls á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga.“

Nánar er hægt að kynna sér niðurstöðu málsins í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2015, Samruni Skinneyjar–Þinganess hf. og Auðbjargar ehf.