Körfuknattleiksdeild Þórs 25 ára

thor_01Körfuknattleiksdeild Þórs fagnar 25 ára afmæli í dag þann 17. desember. Upphafið má rekja til sumarsins 1990 þegar verið var að leggja lokahönd á byggingu íþróttahúss í Þorlákshöfn. Hópur áhugamanna um körfubolta hittust á heimili Þórðar Sigurvinssonar til að stofna körfuknattleiksdeild.

Fyrstu stjórnina skipuðu: Þórður Sigurvinsson formaður, Ragnar Sigurðsson gjaldkeri, Ólafur Gunnarsson ritari og meðstjórnendur voru Dagbjört Hannesdóttir og Reynir Guðfinnsson. Þórður fagnar 62 ára afmæli þennan sama dag og óskum við honum til hamingju með daginn.

Körfuknattleiksdeild Þórs vill þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg og komið að starfi deildarinnar í gegnum árin. Einnig þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem hafa stutt deildina fjárhagslega og gert þann draum að veruleika að leika á meðal þeirra bestu á landsvísu, hvort sem er í meistaraflokki eða í yngri flokkum deildarinnar.

Körfuknattleiksdeild Þórs