Miðasala á undankeppni Eurovision

springyfirheiminn01„Mér þætti virkilega vænt um að sjá sem flesta úr höfninni í salnum til að styðja við mig“ sagði Júlí Heiðar í samtali við Hafnarfréttir en hann var ansi spenntur fyrir keppninni þegar Hafnarfréttir náðu tali af honum.

Miðasala á undankeppni Eurovision hefst á morgun, þriðjudaginn 19. janúar, kl. 12:00 á www.tix.is og lag hans, Spring yfir heiminn, mun taka þátt í seinni undankeppninni sem haldin verður 13. febrúar nk.

Við hjá Hafnarfréttum trúum ekki öðru en að íbúar í hans heimabæ verði við þessu og fjölmenni á keppnina. Við allavega hvetjum sem flesta til þess að mæta.

Samkvæmt upplýsingum á vef Rúv þá verður mikið um dýrðir á öllum viðburðum í Söngvakeppninni í ár. Frábærir íslenskir skemmtikraftar sjá um að hita áhorfendur í sal upp og í útsendingunni sjálfri er það ekki bara keppnin sjálf sem gleður því boðið verður upp á æðisleg skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa.