Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs ákvað að láta útbúa leikskrá eða nokkurskonar bikarblað fyrir úrslitaleikinn sem er næstu helgi. Við hjá Hafnarfréttum fengum þann heiðurinn að aðstoða stjórnina og er blaðið nú tilbúið og aðgengilegt í rafrænni útgáfu.
Að okkar mati er blaðið bæði fræðandi og skemmtilegt en í því er t.d. fjallað um:
- Sögu körfuknattleiksdeildar Þórs í 25 ár
- Fréttatilkynningu frá Græna drekanum
- Hvað varð um ´85 árganginn
- Og baráttukveðjur frá Billy Dreher, Benna, Hadda, Ragnheiði Elínu, Ömmu Dídí og fleirum
Hægt er að lesa blaðið hér að neðan eða með því að smella hér.