Spring yfir heiminn er fyrst á svið

Spring yfir heiminn Júlí HeiðarLagið Spring yfir heiminn sem Þorlákshafnarmaðurinn Júlí Heiðar samdi verður fyrst á svið í Söngvakeppninni annað kvöld. Þórdís Birna og Guðmundur Snorri munu flytja lagið og mun Júlí Heiðar vera í bakröddum og á píanói. Númerið þeirra annað kvöld er 900-9901 og hvetjum við alla til að styðja vel við bakið á þeim.

„Mikil stemming er í hópnum og fyrstu sviðsæfingar hafa gengur ótrúlega vel! Vonum við að öllum gangi vel bæði í körfunni og frjálsum!“ sagði Júlí Heiðar í samtali við Hafnarfréttir.

Vonast Júlí Heiðar eftir stuðningi frá bæjarbúum og hvetjum við hjá Hafnarfréttum alla til að kjósa 900-9901.