Það eru allir grænir drekar í dag!

græni drekinnÍ dag er stór dagur í sögu körfu-knattleiksdeildar Þórs en liðið mun spila í fyrsta skipti bikarúrslitaleik. Kynslóðaskipti hafa orðið í Græna drekanum í ár og hafa nýir og efnilegir drekar tekið við keflinu og hafa þeir staðið sig stórkostlega í ár. Það er þó ekki nóg að treysta einungis á nýju drekana í bikarúrslitaleik. Nú þurfa allir drekar, bæði gamlir og nýir að standa saman og styðja við liðið.

Leikurinn í dag er á móti KR og þurfa okkar menn góðan stuðning í þessum leik. Við skorum á alla Ölfusinga, Sunnlendinga og aðra körfuboltaáhugamenn að flykkjast á bakvið Græna drekann á móti KR. Það eru nefnilega allir Grænir drekar í dag sem vilja að bikarinn fari í höfnina. Við skorum sérstaklega á stuðningsmenn Fsu og Hamars að styðja við Sunnlendingana í dag og skemmta sér með okkur á pöllunum.

Þór í þúsund ár, Gömlu drekarnir

græni drekinn