Gott silfur gulli betra

dreki-1Þórsarar börðust hetjulega í dag þegar þeir mættu KR í bikarúrslitaleik í körfubolta í Laugardalshöllinni. Leikurinn var bráðskemmtilegur, Græni drekinn og aðrir stuðningsmenn studdu vel við bakið á Þórsurum en það dugði þó ekki til gegn feikisterku liði KR. En KR vann leikinn 95-79.

Bæði leikmenn og áhorfendur stóðu sig vel í leiknum og getum við öll verið stolt af liðinu okkar.

Við hjá Hafnarfréttum vorum á staðnum og munum við birta myndir frá leiknum og umfjöllun á morgun.