Fjórar stúlkur frá Þorlákshöfn leika til úrslita um helgina

korfuboltiStrákarnir frá Þorlákshöfn eru ekki bara í aðalhlutverki um þessa helgi því við fengum ábendingu um það að fjórar stúlkur úr höfninni eru einnig að spila úrslitaleiki í Laugardalshöll.

Í kvöld munu Dagrún Inga Jónsdóttir, Jenný Lovísa Benediktsdóttir, Daníela Stefánsdóttir leika til úrslita með Njarðvík í 9. flokki stúlkna gegn Grindavík og hefst sá leikur klukkan 18.

Sigrún Elfa Ágústsdóttir spilar til úrslita með Grindavík í 10. flokki stúlkna á sunnudaginn en þær mæta liði KR klukkan 14.