Móttaka leikmanna Þórs í Íþróttamiðstöðinni annað kvöld

ithrottamidstod01Á morgun fer fram einn stærsti leikur Þórs frá upphafi þegar liðið leikur til bikarúrslita gegn KR í Laugardalshöllinni kl. 16:30.

„Ákveðið hefur verið að efna til móttöku í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn klukkan 20:00 um kvöldið til að óska liðinu til hamingju með frábæran árangur,“ segir á heimasíðu Ölfuss.

„Ljóst er að hvernig sem leikurinn fer, þá snúa drengirnir heim sem sigurvegarar og eru allir stuðningsmenn liðsins boðnir velkomnir á mótttökuna til að hylla liðið.“