Frábær árangur hjá frjálsíþróttadeildinni um helgina

Jakob Unnar íslandsmeistari í kúluvarpi 2016Meistaramót 15-22 ára í frjálsíþróttum fór fram um helgina í Laugardalshöllinni. Þórsarar áttu þar fimm fulltrúa þau Bjarka Óskarsson, Róbert Khorchai Angeluson, Styrmi Dan Steinunnarson, Jakob Unnar Sigurðarson og Mörtu Maríu Bozovic. Stóðu þau sig öll glimrandi vel.

Styrmir Dan varð Íslandsmeistari í hástökki og 60m grindahlaupi. Jakob Unnar Sigurðarson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi en hann bætti sinn persónulega árangur í öllum þremur greinunum sem hann keppti í en það var auk kúluvarps, langstökk og þrístökk.

Styrmir DanÞeir Bjarki og Róbert náðu í silfurverðlaun í 4x200m boðhlaupi og Marta María Bozovic krækti í bronsverðlaun í boðhlaupi en Marta náði einnig í flestar persónulegar bætingar á mótinu af okkar fólki en hún bætti sig í alls fjórum greinum þrístökki, kúluvarpi, 200m hlaupi og 60m grind.

Flottur árangur hjá okkar fólki sem er í hörku formi þessa dagana.

-rh