Nýtt Barna- og unglingaráð hjá Ægi

fotbolti01Í síðustu viku, 7. mars 2016, var haldinn aukaaðalfundur Knattspyrnufélagsins Ægis þar sem skipuriti félagins var breytt og stofnað var nýtt „Barna- og unglingaráð Ægis“. Aðalbreytingin liggur í að þetta nýja ráð mun halda utan um alla starfsemi yngri flokka og annast meðal annars fjárhagslegan rekstur o.s.frv.

Áhugi er að auka aðkomu foreldra að starfsemi yngri flokka Ægis og gefa þeim fleiri tækifæri til að hafa bein áhrif á starfið og stjórnun félagsins. Aðrar breytingar eru að framvegins munu tveir fulltrúar úr Barna- og unglingaráði og aðrir tveir úr Meistaraflokksráði Ægis sitja í aðalstjórn félagsins.

Stjórn og ráð Ægis skipa eftirtaldir:

Barna- og unglingaráð
Sigríður Lára Ásbergsdóttir formaður
Ottó Rafn Halldórsson ritari
Anna Berglind Júlísdóttir meðstj.
Halldór Kristinn Viðarsson meðstj.
Eevakaisa Jónasson gjaldkeri/bókari

Meistaraflokksráð
Sveinn Jónsson formaður
Þór Emilsson meðstj.
Júlíus Kristjánsson meðstj.
Markús Haraldsson meðstj.
Þráinn Jónsson meðstj.

Aðalstjórn
Guðbjartur Örn Einarsson formaður/gjaldkeri
Sigríður Lára Ásbergsdóttir meðstj.
Ottó Rafn Halldórsson / Anna Berglind Júlísdóttir ritari
Sveinn Jónsson meðstj.
Þór Emilsson meðstj.

Við lítum björtum augum á framtíðina með tilkomu þessara breytinga og vonum að félagið verði öflugara fyrir vikið á allan hátt í framtíðinni.

Bestu kveðjur,
Aðalstjórn
Knattspyrnufélagið Ægir