Þorláksvöllur lítur vel út og opnar á morgun

golf04Þorláksvöllur verður opinn frá og með morgundeginum, 23. mars. Völlurinn kemur vel undan vetri og er í góðu ásigkomulagi eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu GÞ en þar segir einnig að ef aðstæður breytast til hins verra vegna veðurs getur þurft að grípa til lokunar á vellinum.

Spilað er inn á sumarflatir eins og alltaf og eru allir velkomnir.