amma-didi-poster-islensktÞorlákshafnarmærin Anna Margrét Káradóttir er um þessar mundir að hefja sýningar á gamanleik sem ber heitið Einnar nætur gaman með Ömmu Dídí sem hún samdi ásamt Kára Viðarssyni. Um er að ræða grátbroslegan gamanleik þar sem bingódrottningin og túrgædinn Amma Dídí fer yfir lífshlaup sitt og leyndardóma.

Sýningin er partur af sumarleikári Frystiklefans í Rifi og verður sýnd á ensku alla þriðjudaga í sumar. Í ljósi vinsælda Ömmu Dídí hér á landi hefur þó verið ákveðið að vera með nokkrar sýningar á íslensku.

Einnar nætur gaman með Ömmu Dídí
Höfundar: Anna Margrét Káradóttir og Kári Viðarsson
Leikarar: Anna Margrét Káradóttir og Ásgrímur Geir Logason
Leikstjóri: Kári Viðarsson
Ljósahönnuður: Luiz Alvarez

Forsýning 10. apríl – Uppselt
Frumsýning 17. apríl kl 20:00

Næstu sýningar :
23. apríl kl 20:00
24. apríl kl 20:00 ( Lokasýning á íslensku )

Miðaverð : 2.900 kr.-
ATH. Sýningin getur innihaldið snefilmagn af hnetum.
Kleinur innifaldar.

Miðasala: www.thefreezerhostel.com / info@thefreezerhostel.com / 8659432 / Skilaboð á facebook.

ATH: Sýningin er í Frystiklefanum í Rifi