Truflun á umferð í Þorlákshöfn

gatnamót selvogsbrautÍ dag þriðjudaginn 12. apríl verður unnið við viðgerð á hitaveitulögninni á gatnamótunum við ljósin (Selvogsbraut og Ölfusbraut/Hafnarberg), af þeim sökum þarf að loka tveim akgreinum.

Vegfarendur eru beðnir að nota austari innkomuna í bæinn á meðan. Vinsamlegast sýnið tillitsemi.